Saturday, May 17, 2014

Vietnam-Laos-Thailand

Vietnam

Þar eyddi ég 13.dögum. Hvar á ég að byrja Vietnam er mjög svipað Cambodiu nema snyrtilegra, flottara og meiri fólksfjöldi. Þau keyra auðvitað öll eins og vitleysingar á vespunum sínum engar umferðareglur bara flautan notuð allar sekundurnar sem þau keyra.

Fyrsta stop var í Mekong Delta þar gistum við hjá fjölskyldu svo við sváfum úti með þak yfir höfuð og á þunnri dýnu með fluguneti yfir okkur. Það var skemmtilegt að prófa þetta en ég gæti ekki sofið svona til lengri tíma haha.

Næst var haldið til Ho Chi Minh City þar vorum við aftur komin á hótelið og þar var sundlaug á þakinu þannig ég eyddi miklum tíma þar að hafa það notalegt þar sem ég svaf ekkert deginum áður. En ég fór samt að skoða Cu Chi Tunnels og labbaði og skoðaði borgina. Um kvöldið var farið á lestarstöðina þar sem við þurftum að taka næturlest til Nha Trang. Get ekki sagt að það var gaman þar sem pöddur komu útum öll horn þarna, það var virkilega ógeðslegt.

Nha Trang er strandarstaður þannig maður slappaði bara af á ströndinni. Og fyrsta daginn var næstum því stolið veskinu mínu þar sem vespuþjófar reyndu að ná veskinu mínu en sem betur fer heppnaðist það ekkert hjá þeim. Og seinna partinn dags var farið í mud bath það var geðveikt haha að baða sig í drullunni samt skrítið. Næsta dag skelltum við okkur í bátsferð til að fara snorkla það var geðveikt enda sá ég nemo. En um kvöldið veiktist ég var með krampa í maganum og gat ekkert borðað og ælupestin kom síðan seinna um kvöldið rétt áður en við þurftum að taka aftur næturlest til Hoi An það var ekki gaman að vera veik í næturlestinni með allskonar pöddum en ég gat ekkert gert en að liggja og halda ró minni þar sem ég var rosalega slöpp.

Þegar komið var til Hoi An skelltum við okkur í sundlaugina til að kæla okkur aðeins niður því það er svo rosalega heitt hérna. Eftir það fórum við til tailer að láta sauma á okkur nokkrar flíkur ég lét sauma hvítan bol og venjulegan kjól sem ég gæti notað oft. En flestir misstu sig og létu sauma á sig um 3 flíkur og við vorum 16 manns að panta og allt þetta var tilbúið daginn eftir. Skil ekki hvernig þær gátu saumað allar þessar flíkur á no time. Daginn eftir fór ég í hjólatúr um Hoi An, þar var sett mann bara í vinnu að vökva hrísgrjónin. Og seinna var prófað að fara á water buffalo.

Næsta stopp var Hue City þar leigðum við okkur vespu í 4 tíma og skelltum við okkur að skoða og keyra um bæinn.

Daginn eftir beið okkur 14.tíma næturlest og svo 4.tíma rútuferð til að fara til Halong Bay. Það var ekki skemmtilegt veður, skýjað og rigning en við fórum samt í bátsferð og inni hellir. Þar stoppuðum við stutt því daginn eftir snemma um morguninn var farið til Hanoi.

Hanoi er höfuðborg Vietnam. Ji minn hvað það var crowded alltof mikið af fólki. En við fórum á puppet show sem brúður eru að leika í vatninu þetta var flott en fannst samt of langdregið og þetta var á vietnamísku. Um kvöldið var kíkt út en hér í Hanoi eru skemmtistaðirnir bara opnir til miðnætis. Við fórum á backpackers hostel sem einungis túristar eru, þannig maður kynntist fólki frá öllum löndum sem eru að skoða heiminn. Daginn eftir var flogið til Laos.

Laos

Við komum til Vientiane höfuðborg laos þar sá maður strax mikinn mun frá Cambodiu og Vietnam. Allt var svo rólegt og hljóðlátt því þau eru með umferðareglur og nota ekki flauturnar. Daginn eftir ætluðum við að skoða borgina áður en haldið væri til Vang Vieng en þar sem það rigndi eins og úr fötu þá var það beilað.

Vang Vieng náttúran er það fyrsta sem hreif mig hér í Laos, risa fjöll og allt rosalega grænt. Dagurinn fór í tubing, kayak og blue lagoon. Ég var svo hrædd að fara tubing útaf ég fæ svo mikla innilokunarkennd en ég gat þetta og var ótrulega sátt með mig haha. Eftir það fórum við á kayak 8.km það var ótrulega heitt þannig það var svoldið erfitt en náttúran sem maður sá frá þessu sýnishorni ég get ekki lýst hvað það var fallegt. Eftir allt þetta var farið og költ sig  í blue lagoon það er svoldið mikið öðruvísi en heima, þar sem þetta var ískalt og maður syndir bara með fiskunum.

Luang prabang er seinasti staður hér í laos. Lítill krúttlegur bær kannski samt aðeins stærra en Vang Vieng. Um kvöldið var farið á nightmarket, það var allt öðruvísi en hin því á þessu markaði seldu þau svona local hluti. Daginn eftir vaknaði ég 04:30 til að fara gefa munkum að borða, þetta var skrítið en gaman að fá að prófa og upplifa þetta. Seinni part dags var farið á fíla camp þar gáfum við þeim að borða og böðuðum þau, þau alveg elskuðu það sætu fílarnir og fórum stutt á fílsbak því það er bara alltof heitt fyrir þá greyin að versa lengi að labba.

Næst var haldið aftur tilbaka til thailands þangað var farið með báti þannig það tók 27.tíma að komast þangað plús næturstopp in the middle of nowhere. Einungis 60 bambuskofar og 500 manns búa þar og ekkert rafmagn. Við sváfum í einu húsi þar sem gömul kona hugsaði um okkur, algjör krútt búin að búa um okkur á gólfinu með fluguneti og þar er ekkert loftkæling. Fólkið í þessum bæ fara að sofa kl 21 þannig við fórum að hátta mjög snemma. Svo var haldið áfram í bátsferð til að komast á áfangastaðinn.

Thailand

Þá er maður komin aftur til thailands en við stoppuðum einungis til að sofa í Chiang khong áður en haldið væri til Chiang mai.

Chiang mai er æðisleg borg við fórum á tiger kingdom. Ég var rosalega hrædd fyrst enda eru þau risastór  en eru algjörar dúllur þessi tigrisdýr, þau vilja bara leika. Svo sáum við 1 mánaða tigrisdýr ég er ekki að grínast ég var ástfangin, mig langar bara að eiga þá. En við fórum einnig að skoða stærstu tigrisdýrin þar fengum við auka sýningu þar sem þau léku við þá í vatninu. Um kvöldið áður en var farið í kvöldmat fengum við að upplifa jarðskjálfta hér sem mældist 6,3. Starfsfólkið var bara öskrandi go out ég hef aldrei verið jafn hrædd ég hélt að hótelið myndi hrynja niður. En margir vegir eru ónýtir og sprungur í húsum og sum eru ónýt. Daginn eftir vaknaði ég við annan jarðskjálfta þar sem rúmið mitt byrjaði að hristast, þetta var ekki gaman. En allt er í góðu núna.

Bangkok

Þá er ferðalginu með G adventures lokið. Þetta var sjúklega skemmtileg ferð og upplifanir sem verða aldrei gleymdar. Um kvöldið var farið út að borða og kveðja hópinn. Núna finnst mér mjög skritið að fara ferðast ein aftur án þeirra en ég mun eyða tveim auka dögum hér í bangkok áður en haldið verður til party island Koh phangan.