Sunday, January 11, 2015

Helgin



Á laugardaginn var farið út að borða með vinnunni á sushi samba. Það var mjög skemmtilegt kvöld í góðu félagsskapi.


Peysur: zara / buxur: H&M / skór: vagabond

Klæddist þessum tvem nýjum peysum í dag sem bættust í fataskápinn minn þegar ég fór í zöru á laugardaginn að kaupa eina peysu en endaði með miklu fleiri peysur í poka en ég ætlaði mér haha. Gráa peysan sem er undir var ég ekki viss hvort ég myndi nota hana mikið en svo allt í einu sá ég mikið notagildi í henni og er mjög hrifin af henni. Ég átti góða helgi og vona að þið áttuð það líka :D

Wednesday, January 7, 2015

Outfits

Leðurjakki: Dótturfélagið / peysa: vero moda 

Leðurjakki: dótturfélagið / bolur: H&M / buxur: G17 / skór: GS skór

Kápa og skór: zara

Peysa: zara / bolur: G17


Leðurjakki: dótturfélagið ofnotaður / buxur: vero moda / skór: GS skór / trefill: moss copenhagen G17

Langt síðan síðast

Fyrst og fremst langaði mér að segja gleðilegt nýtt ár. Langt síðan síðast, seinasta bloggið var í ágúst. Ætla að reyna vera duglegari núna.
Það helsta sem er búið að gerast hjá mér síðan í ágúst er,
Að ég byrjaði í Viðskiptafræði í Háskóla Íslands.
Byrjaði að vinna í GS skór.
Útskrifaðist úr Dale carnegie leiðtogaþjálfun.
Byrjaði að æfa hópfimleika aftur en varð mjög óheppin og sleit krossband á fjórðu æfingunni minni :(
Annars er ég bara búin að vera mjög upptekin í skólanum.



Útskrift Dale carnegie

Það sem mig langar að segja við ykkur setið ykkur raunhæf markmið og reynið að taka eitt skref í einu til að ná þeim. Verið jákvæð því það er svo miklu skemmtilegra og það lætur mann ná langt í lífinu. Brosið útí lífið því það kostar ekki neitt. Eyðið tíma með fólki sem ykkur þykir vænt um.