Monday, April 28, 2014

Cambodia

10.apríl komum við til Cambodiu það sást strax að þetta er fátækt land allir bjuggu í kofum með skjóli en auðvitað komu falleg hús inná milli. Lyktin var ógeðsleg því það er rusl útum allt a götum. Svo er rosa mikið af vespum hérna meira en af fólki til að ferðast milli staða. Það er stundum bara 6 á einni vespu og svona 20.manns á pallbíl. 

Um kvöldið fórum við að skoða skóla sem krakkarnir voru í, fyrst var farið með okkur i gamla skólann sem voru dimm herbergi og steypa engin leiktæki fyrir krakkana. Þegar við komum, komu ungu krakkarnir og vildu leika við okkur algjörar dúllur en í dag er þessi skóli notaður fyrir fátækar fjölskyldur til að búa í. Svo fengum við að fara og skoða nýjan skóla þeirra sem heitir New Hope það var einn ástrali sem safnaði fyrir að byggja þennan skóla með því að hlaupa einhverja marga km man ekki alveg. Í þessum skóla eru 800 nemendur og er kennsla þeirra á ensku því það er hugsað úti framtíð þeirra. Þau ættleiða marga krakka og gefa fjölskyldum þeirra styrk svo barnið þeirra gæti fengið menntun í staðin fyrir að það myndi þurfa að vinna til að halda fjölskyldunni uppi. Við fengum að fara í kennslutíma hjá krökkunum og þau voru svo dugleg að ég gat ekki hætt að brosa úr gleði.

Við skoðuðum einnig temples í Angkor wat skoðuðum 3 temples og það tók 4 tíma en það er um 100 temples í Angkor wat en það myndi taka heila eilíf að skoða þau öll þannig hann sýndi okkur bara mest spennandi temples, þetta var mjög áhugavert og flott.

Killing fields er eitt það sorglegasta safn sem ég hef farið að skoða. Pol Pot and Dutch ákvörðu að drepa og pynta öll vel menntuð fólk og fjölskyldur þeirra því þeim fannst þau vera of hátt sett í samfélaginu. Það voru drepin um 3.milljón manns. Þau voru pynt til dauða þau voru lamin, stungin, drykkt og gefið þeim rafmagnssjokk og börnin voru haldin á fótum og kastað þau síðan í tréin. Á safninu sástu hauskúpurnar, beinin og fötin þeirra. Beinin og fötin eru ennþá að finnast í sandinum sem þau voru grafin þannig þú sást bara bein útum allt af fólkinu. Svo var farið að skoða fangelsið þar voru myndir af þessum öllum pyntingum þetta er virkilega ógeðslegt og maður var bara sorgmæddur að einhver gæti gert þetta við allt þetta fólk, en 7.kallar og 4.börn lifðu af sem ég skil ekki hvernig. En það er ekki svo langt síðan þetta gerðist árið 1975.

Fólkið í cambodiu er mjög vingjarnlegt og það var gaman að kíkja útá lifið og kynnast næturlífinu þeirra en það er bara eins og alls staðar annarstaðar haha nema kannski bara miklu meira af ferðamönnum heldur en heimafólki.

Seinustu dagana eyddum við í sihanoukville, við fórum í bátsferð til e-h eyju og eyddum þar heilum degi. Stoppuðum til að snorkla í smá tíma á leiðinni sem var mjög skemmtilegt. Þegar við komum til baka þurftum við að fara halda uppá nýtt ár hérna í cambodiu. Það er rosalega öðruvísi en heima hér er hellt vatn á hvorn annan og barnapúður. Fórum á einhvern bar til að fagna nýja árinu og þegar klukkan var tólf byrjaði fjörið þau kveiktu bara á krananum og skvettu á alla maður var rennandi blautur og þetta var í svona klukkutíma svo byrjuðu allir að hella barnapúðri yfir mann líka þannig hugsið ykkur hvernig maður leit út en það var samt ótrulega gaman að fá að upplifa hvernig þau halda uppá nýtt ár og ennþá skemmtilegra að fá að taka þátt í því. 

Næst var haldið til Vietnam þar var eytt 10.dögum.

Fallega Hotelið okkar

Gamli skólinn

New Hope nýji skólinn

Matur sem við fengum að smakka

Angkor wat og ég

Angkor wat

Hjá 1 af 3 temple

Kiss

Chill uppi temple

Efst uppi i Angkor wat þar þurfti maður að fela axlir og hnén


Buddah i Angkor wat


Killing Fields

Hauskúpurnar af fólkinu sem voru drepin

Killing tree against which executioners beat children

Fangelsið sem fólkið var pynt

Fangelsisherbergið 2x2m

Stóru herbergin voru fyrir pyntingar

Uppáhalds vinkonan okkar 

Roommates

Nýji vinur

Djamm með heimafólkinu 

Seinustu tvo daga eyddum við a ströndinni sihanoukville

Takk fyrir mig Cambodia 










Wednesday, April 9, 2014

Dubai

Ég kom til Dubai kl 01:00 um nóttina 7.apríl þannig ég fór beint á hótelið og fór að sofa.

Til að byrja með fannst mér alltof heitt hérna en þegar ég vaknaði þá þurfti ég að bíða eftir guide sem átti að fara með mig á desert safari sem var mjög skemmtilegt og guide-ið líka hann talaði mikið og sagði mikið frá dubai og þeirri menningu. En þangað til ég beið eftir honum þá skellti ég mér í sundlaugina sem var á þakinu og mér tókst að brenna þótt ég var ekki að reyna tana mikið.

8.apríl var aðal dagur hjá mér vaknaði snemma fór í metró því ég átti miða í Burj Khalifa það var eitt það fallegasta sem ég hef séð enda ertu í 124 hæð og sérð allt Dubai!! Síðan fór ég í mallið sem er huges, mjög mikið af merkjavara verslunum en komu svona inná milli ódýru búðirnar líka. Þegar ég var búin að skoða búðirnar og labba um var leiðini haldið á jumeirah beach og sja Burj al arab hótelið sem var mjög flott og ströndin æðisleg hefði viljað eyða meiri tíma þar en því miður átti ég svona bus tour miða og strætóin gekk bara til hálf 6 og ég vildi einnig sjá Atlantis hótelið þannig ég gat ekki verið svo lengi á ströndinni. Þegar ég var buin að skoða allt fór ég aftur í mallið og fékk mér að borða og horfði a Dubai fountain sýninguna, mér fannst hún geðveik enda horfði ég alveg á 3 sýningar haha.

Persónulega fannst mer allir ríkir hérna í Dubai allir á nýjustu bílum og húsin þeirra einnig mjög stór og flott og sa ekki neinn mann vera heimilislausann. Fötin þeirra voru æði, að sjá karlana í kjólum og með klútana yfir hausnum og svo söndulum en þetta er bara þeirra stíll haha. Einnig fannst mér þau vera mjög peningagráðug þeir reyna að selja þér allt eins hægt og er, einn byrjaði að sita klútana a mig og svo bara átti ég að kaupa þetta en ég sagði bara nei takk og brosti😃 Í heildina fannst mér þau mjög vingjarnleg og til að hjálpa manni þótt mér fannst sumir smá creepy að horfa á mann, maður lítur nú öðruvísi út (ljóshærð og hvít).

Ég mæli með sem fara til Dubai: að fara a desert safari, Dubai mall, Burj Khalifa kaupa miða svona 2 vikum áður, Ströndin hjá Burj al arab, The palm þar er Atlantis hótelið, Dubai fountain show og svo Dubai aquarium and underwater zoo og ef timi gefst ad fara a skidi i Emirates mall.

Það er alls ekki ódýrt hèrna kostar allt svipað og heima.

9.apríl vaknaði ég mjog snemma og fór uppá flugvöll þar sem ferðalagið heldur áfram og er núna komin til Bangkok.

Rooftop laugin a hotelinu

Dubai

Eg og guide-id

Og annar

Stelpurnar sem voru med mer a desert safari

Camel

Desert

Dubai aquarium

Aftur

Atlantis hotelid

Burj al Arab

A strondinni hja 7.stjornu hoteli Burj al arab



Svona eru flest klaedd herna i Dubai

Burj Khalifa langt fra

Burj Khalifa


Fra 124 haed

Utsynid fra Burj Khalifa

Burj Khalifa





Fountain Show

Dubai a kvoldin

Seinasta kvoldid i Dubai



Takk fyrir mig 
Justina